Hugleiðingar veðurfræðings
Útlit fyrir rólegheitaveður og þokkalga milt veður, einkum þó á mið-Norðurlandi, en þokubakkar eru á sveimi við norður og austurströndina og mun svalara þar.
Hitinn hefur náð sér vel á strik í Suður-Þingeyjarsýslu í dag og hefur náð að komast yfir 24 stig.
Eftir hádegi var 24,3 stiga hiti á Végeirsstöðum í Fnjóskadal, 23,6 stiga hiti á Reykjum í Fnjóskadal og 23,3 stiga hiti mældist á Fljótsheiði.
Á hálendinu er einnig hlýtt i veðri en hitamælirinn við Kröflu sýndi 21,4 stig, á Svartárkoti var hitinn klukkan 14 kominn í 20,3 og á Öxnadalsheiði 21,1.
Fremur hæg austlæg átt á morgun, miðvikudag og á fimmtudag, víða dálítil væta og heldur svalara, en þurrt að kalla norðvestantil á morgun.
Minnkandi líkur á að hitinn nái að rjúfa 20 stiga múrinn næstu daga, helst að það gæti gerst í innsveitum fyrir norðan. Spá gerð: 16.07.2024 15:09. Gildir til: 17.07.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Austlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s, en 5-10 á annesjum fyrir norðan og við suðurströndina. Skýjað að mestu, en þokuloft við norður- og austurströndina. Súld austantil í kvöld. Hiti 8 til 22 stig, hlýjast í innsveitum fyrir norðan, en svalast í þokuloftinu.
Víða dálítil væta í nótt og á morgun, en lengst af þurrt norðvestantil. Hiti 6 til 20 stig, hlýjast á Norðvesturlandi, en kaldast við austurströndina.
Spá gerð: 16.07.2024 15:09. Gildir til: 18.07.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Austlæg átt 3-10 m/s og rigning eða súld með köflum, en úrkomulítið á Norðurlandi. Hiti 8 til 18 stig, svalast við austurströndina og á Ströndum.
Á föstudag:
Fremur hæg austlæg eða breytileg átt og væta með köflum. Hiti 10 til 17 stig.
Á laugardag:
Norðaustlæg eða breytileg átt, 3-8 og skýjað með köflum, en skúrir á víð og dreif. Hiti 8 til 16 stig.
Á sunnudag:
Norðan og vætusamt, en þurrt suðvestantil. Hiti 7 til 12 stig, en 10 til 18 stig sunnanlands.
Á mánudag:
Norðvestan- og síðan vestanátt og rigning, en yfirleitt þurrt suðaustan og austanlands. Fremur svalt í veðri.
Spá gerð: 16.07.2024 08:09. Gildir til: 23.07.2024 12:00.