3.8 C
Reykjavik
Laugardagur - 28. janúar 2023
Auglýsing

Kóvit orðin venjuleg flensa  

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

Við munum alltaf lifa við alls kyns flensur

Guðmundur Magnússon skrifar

Það hefur komið fram í máli Páls Matthíassonar forstjóra Landspítalans að vandinn á gjörgæslunni og fleiri þungum umönnunardeildum sé ekki vegna Kóvít heldur vanti fólk til starfa. Og þá hefur líka komið fram að þeir sjúklingar sem eru lagðir inn á gjörgæslu og aðar umönnunardeildir Landspítalans séu með svokallaða undirliggjandi sjúkdóma og hefðu sennilega verið lagðir inn hefðu þeir smitast í venjulegu flensuári af hefðbundinni flensu.

Þá hefur mátt skilja á orðum Kára Stefánssonar og fleiri sérfræðinga að í raun sé Kóvít farið að haga sér líkt og aðrar flensur er herja reglulega á landsmenn.

Alger umskipti

Og hverjar eru ástæðurnar fyrir þvi að Kóvít er farið að hafa svipuð raunveruleg áhrif hér á klakanum og venjulegar flensur. Svarið er infalt: Allur fjöldinn er bólusettur gegn Kóvít og þannig í lítilli hættu á að veikjast jafn alvarlega og í upphafi, þegar engin vörn var til staðar.

Þvinganir og önnur „neyðarúrræði“

Sóttvarnarlæknir stóð sig með mikilli prýði við upphaf Kóvítfaraldursins um það geta flestir verið sammála. En núna þegar Kóvít er farið að hafa svipuð áhrif og venjuleg flensa þá er eins og sóttvarnarlæknir vilji ekki sleppa takinu. Í stað þess að horfa á þær staðreyndir sem raktar eru hér í upphafi greinar þá koma ójósar yfirlýsingar um að boltinn sé núna hjá hinu „pólitíska valdi.“ Það er ákveðin ógn í þessum orðum. Er ætlunin að fara eftir mínu faglega áliti eða bara að spila út pólitískum spilum?

Er það ætlun okkar að vera endalaust með alls kyns þvinganir og önnur „neyðarúrræði“ eða vilja menn viðurkenna þá staðreynd að við munum alltaf lifa við alls kyns flensur sem þökk sé vísindum og þekkingu eru orðnar mun viðráðanlegri og í raun bara hluti af okkar daglega lífi.