Íslenskur karlmaður sem fékk hitaslag í bænum Novelda á Spáni á þriðjudag er látinn. Hann var 43 ára gamall.
Spænski miðillinn Diario de Mallorca greinir frá og Mbl. birti fyrst frétt af andlátinu hér á landi.
Maðurinn var fluttur á gjörgæsludeild sjúkrahússins í Elda í Alicante klukkan eitt að nóttu á þriðjudag. Var líkamshiti hans þá 42 gráður.
Umræða