Íslendingur lést eftir hita­slag á Spáni

Íslensk­ur karl­maður sem fékk hita­slag í bæn­um No­velda á Spáni á þriðju­dag er lát­inn. Hann var 43 ára gam­all. Spænski miðill­inn Di­ario de Mall­orca grein­ir frá og Mbl. birti fyrst frétt af andlátinu hér á landi. Maður­inn var flutt­ur á gjör­gæslu­deild sjúkra­húss­ins í Elda í Alican­te klukk­an eitt að nóttu á þriðju­dag. Var lík­ams­hiti hans þá 42 gráður. Umræða