Hér er það helsta úr dagbók lögreglu klukkan 17:00 – 05:00 Þegar þetta er ritað gista fimm í fangaklefa. Alls eru 68 mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu. Ásamt neðangreindu sinnti lögregla almennu eftirliti og ýmsum aðstoðarbeiðnum. Listinn er því ekki tæmandi.
- Lögreglustöð 1
Tilkynnt um eignaspjöll þar sem aðili hafði kastað flösku í rúðu og hún brotnað. Lögregla sinnti og málið afgreitt á vettvangi.
Tilkynnt um líkamsárás í miðborginni. Lögregla sinnti og málið í rannsókn.
Þrír ökumenn handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og ávana- og fíkniefna. Ökumenn fluttir á lögreglustöð í hefðbundið ferli.
- Lögreglustöð 2
Tilkynnt um eld í hesthúsi í hverfi 221. Lögregla og slökkvilið fóru á vettvang. Þegar lögreglu bar að var talverður eldur í þaki hússins.
Þegar þetta er skrifað stendur vinna á vettvangi enn yfir.
- Lögreglustöð 3
Tilkynnt um þjófnað í verslun í hverfi 200. Málið afgreitt á vettvangi.
Óskað eftir aðstoð lögreglu við að fjarlægja aðila af ölstofu í hverfi 200. Lögregla sinnti og gekk aðilinn sína leið.
Tilkynnt um mann að kasta húsgögnum fram af svölum. Maðurinn í annarlegu ástandi og var hann handtekinn og vistaður í fangaklefa.
- Lögreglustöð 4
Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og ávana- og fíkniefna. Í ljós kom að hann var einnig sviptur ökuréttindum sínum. Fluttur á lögreglustöð í hefðbundið ferli.
Ökumaður handtekinn eftir að hafa reynt að flýja lögreglu. Ökumaðurinn braut talsvert mörg umferðarlagabrot og má eiga von á sekt og sviptingu ökuréttinda. Ökumaðurinn laus eftir skýrslutöku.