Erlendur ferðamaður, farþegi í annarri bifreiðinni, hefur verið úrskurðaður látinn. Rannsókn á tildrögum slyssins stendur enn yfir
Í gærmorgun klukkan 10:55 barst neyðarlínu tilkynning um að alvarlegt umferðarslys hefði átti sér stað á Borgarfjarðarbraut. Þar varð árekstur tveggja ökutækja með þeim afleiðingum að tveir eru alvarlega slasaðir.
Þrír aðilar voru í öðrum bílnum en ökumaður var einn í hinum bílnum. Lögregla, sjúkralið ásamt lækni komu á vettvang. Borgarfjarðarbraut er lokuð sem stendur. Rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir.
Umræða