Hugleiðingar veðurfræðings
Í nótt hefur verið norðvestan stormur eða rok á svæðinu frá Melrakkasléttu og til suðurs um Austurland og að sunnanverðum Vatnajökli. Einnig hefur verið hríðarveður norðan- og austanlands. Þessu veldur djúp lægð fyrir austan land (um 956 mb þegar þetta er skrifað) ásamt hæð yfir Grænlandi.
Lægðin fjarlægist í dag og veður skánar smám saman. Undir kvöld verður vindur orðinn víða á bilinu 8-15 m/s (kaldi eða stinningskaldi) með éljum fyrir norðan- og austan, en bjart sunnan heiða. Þetta veður helst síðan áfram út morgundaginn og virðist í raun eiga að haldast með litlum breytingum fram í miðja næstu viku.
Það kólnar með þessari þrálátu norðanátt og má búast við frosti á bilinu 3 til 10 stig fyrripart næstu viku. Spá gerð: 16.11.2024 06:43. Gildir til: 17.11.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Dregur úr vindi og ofankomu í dag. Norðan 8-15 austantil í kvöld og á morgun og él, en yfirleitt heldur hægari annars staðar og léttskýjað sunnan heiða. Kólnandi veður, frost 2 til 8 stig á morgun.
Spá gerð: 16.11.2024 09:28. Gildir til: 18.11.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag og þriðjudag:
Norðanátt, víða 8-15 m/s og él, en yfirleitt þurrt og bjart sunnan heiða. Frost 2 til 10 stig.
Á miðvikudag:
Norðan 5-13 m/s. Dálítil él, einkum austantil, en áfram bjart um landið sunnan- og vestanvert. Hiti breytist lítið.
Á fimmtudag:
Sunnan 3-10 vestast á landinu og líkur á dálítilli snjókomu. Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt annars staðar og bjart með köflum. Áfram kalt í veðri.
Á föstudag:
Líkur á norðaustanátt með éljum fyrir norðan og austan, en léttskýjað sunnan- og vestantil. Frost um allt land.
Spá gerð: 16.11.2024 08:04. Gildir til: 23.11.2024 12:00.