79 má voru skráð hjá LRH frá klukkan 17-05 og gistir einungis einn í fangaklefa þegar þetta er ritað. Hér að neðan eru nokkur þeirra mála sem komu inn á borð lögreglu, listi þessi er ekki tæmandi.
Lögreglustöð 1
Aðili handtekinn sem var með hníf í miðborginni, maðurinn kærður fyrir brot á vopnalögum
Aðili handtekinn eftir að hafa verið til vandræða í hverfi 101, aðilinn fluttur á lögreglustöð þar sem skýrsla var tekin af viðkomandi og svo í framhaldi sleppt
Aðili handtekinn eftir slagsmál í hverfi 101, fluttur á lögreglustöð þar sem skýrsla var tekin af honum og í framhaldi sleppt
Óskað eftir aðstoð lögreglu fyrir utan skemmtistað í hverfi 101 þar sen maður var til vandræða, maðurinn fluttur á lögreglustöðina við Hverfigötu þar sem skýrsla var tekin af honum og í framhaldi sleppt.
Lögreglustöð 2
Veski stolið af viðskiptavin í verslun í hverfi 210.
Ökumaður undir áhrifum fíkniefna stöðvaður í hverfi 221.
Lögreglustöð 3
Ölvaður ökumaður stöðvaður í hverfi 109 eftir að ökumaður ók yfir á rauðu ljósi
Ökumaður stöðvaður í hverfi 201 sem reyndist vera 16 ára og þar að leiðandi ekki komin með ökuréttindi, Vinur hans með honum í bifreiðinni og voru þeir fluttir á lögreglustöð þangað sem foreldrar sóttu þá
Lögreglustöð 4
Ölvaður maður féll á rafmagnshlaupahjóli og slasaðist í hverfi 112, fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið.
Unglingapartí leist upp í hverfi 110.
Innbrot í verslun í hverfi 110, mjög litlu stolið.

