Margrét Halla Hansdóttir Löf var dæmd til 16 ára fangelsisvistar fyrir að verða föður sínum að bana og tilraun til að bana móður sinni á heimili þeirra að Súlunesi í Garðabæ í apríl.
Dómur var kveðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjaness sem fór fram fyrir lokuðum dyrum. Samkvæmt ákærunni beitti Margrét föður sinn margþættu og alvarlegu ofbeldi og svipti hann þannig lífi með höggum, spörkum og öðrum brögðum.
Margrét var ákærð fyrir að beita móður sína alvarlegu ofbeldi og reynt að svipta hana lífi nóttina sem hún varð föður sínum að bana.
Umræða

