Vegagerðin lokaði Suðurlandsvegi um Hellisheiði og Þrengsli nú um miðnættið. Bílar eru fastir á Hellisheiði og hafa björgunarsveitir farið á vettvang til aðstoðar við ökumenn sem eru þar í vandræðum.
Þar er norðaustan hvassviðri með 17-20 metrum á sekúndu og skaflar hafa verið að myndast á veginum.
Ekki hefur verið tilkynnt um hvernær von er á að heiðin opni aftur en Suðurstrandarvegur er opinn.
Umræða