Forysta Sjómannasambands Íslands undrast að ríflega tvöfalt hærra verð hafi verið greitt fyrir loðnu sem landað var úr norskum skipum hér á landi en fyrir loðnu úr íslenskum skipum, sem var í mun hærri gæðaflokki. Þetta segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins, í samtali við Fréttablaðið í dag.
Í fréttinni segist Valmundur telja það „mjög óeðlilegt að það sé hægt að borga norskum skipum 220 – 230 krónur á kíló fyrir loðnu sem er ekki eins verðmæt og loðnan sem íslensku skipin voru að veiða,“ en þau fái þó líklega aðeins um 100 krónur á kílóið. Norsku skipin veiddu sinn kvóta í íslensku lögsögunni áður en loðnan varð jafn hrognafull og verðmæt og sú sem íslensku skipin veiddu, segir Valmundur.
Laun sjómanna reiknast sem hlutfall af aflaverðmæti og því eru miklir hagsmunir í húfi fyrir þá. Undanfarin ár hafa komið upp mörg fjölmörg mál þar sem íslenskar útgerðir eru ítrekað sakaðar um að gefa upp rangt verð til yfirvalda á Íslandi. Vegna t.d. makríls og fleiri tegunda til þess að komast undan sköttum og skyldum á Íslandi.
,,Þótt svo eigi að heita að um frjálsa samninga milli sjómanna og útgerða sé að ræða þá eiga sjómenn ekki margra kosta völ,“ að hans sögn. Í upphafi vertíðar sé þeim einfaldlega sýndur pappír og sagt „Hérna er verðið sem þið fáið fyrir þetta,“ útskýrir Valmundur, sem segir að skipverjum sé „bara stillt upp við vegg“ og þeir „óttist örugglega í sumum tilfellum um plássið sitt.“
https://gamli.frettatiminn.is/08/03/2021/utgerdin-faer-200-milljarda-en-thjodin-faer-tvo-samfelagid-faer-1-ard-af-audlindinni/
https://gamli.frettatiminn.is/11/01/2021/leit-ad-lodnu-fyrir-kvotathega-er-lokid/