Ólafur Guðmundsson lætur af störfum
Einn ötulasti baráttumaður landsins fyrir bættu umferðaröryggi, Ólafur Guðmundsson, hefur um árabil annast EuroRAP öryggismat vegakerfisins fyrir FÍB. Þriðja áfanga öryggismatsins er nú lokið og búið að opna almennan aðgang að stjörnugjöf vegakerfisins á vefsíðu EuroRAP. Við þessi tímamót hefur Ólafur ákveðið að láta gott heita og snúa sér að öðrum verkefnum á sviði umferðaröryggismála.
Landsmenn hafa notið góðs af því í gegnum árin hversu óþreytandi Ólafur hefur verið að vekja athygli ráðamanna, almennings, fjölmiðla, sérfræðinga og annarra á þörfinni fyrir aukið umferðaröryggi. Hann hefur verið ómyrkur í máli og oftar en ekki komið mikilvægum úrbótum til leiðar.
Umræða