OTO er glænýr veitingastaður í hjarta Reykjavíkur, við Hverfisgötu 44. Matseðillinn er innblásinn af matargerð Japans og Ítalíu. Réttirnir eru vandlega gerðir til að bæta og skapa einstaka matreiðsluupplifun.
Andrúmsloftið á OTO er þægilegt og afslappað sem gerir veitingastaðinn að einstökum stað til njóta í mat og drykk. Réttirnir eru ekki bara ljúffengir heldur líka sjónrænir, aðlaðandi og sýna kunnáttu og sköpunargáfu kokksins.
Fréttatíminn var á staðnum í vikunni og það er með ánægju sem hægt er að mæla mjög með veitingastaðnum. Hann er bæði hlýlegur og hlaðinn fallegum innréttingum sem skapa góða stemmingu.
Til að bæta við upplifunina er boðið upp á úrval af kokteilum bæði klassískum og eigin kokteilum sem munu vekja hrifningu gesta. OTO notar eingungis sérvalin hráefni og því bíður þín einstök matarupplifun sem þú vilt ekki missa af.
Sigurður Laufdal er eigandi og yfirmatreiðslumaður staðarins, en Sigurður hefur komið víða við á sínum ferliog er einn rómaðasti matreiðslumaður landsins. Sigurður hefur m.a. keppt fyrir Íslands hönd í Bocuse d’Or í tvígang, unnið á virtum Michelin veitingastöðum í Danmörku og Finnlandi.
Það er einstök upplifun að njóta alls þess sem veitingastaðurinn býður upp á og matseðillinn hlaðinn spennandi og bragðgóðum réttum, sem og vínlistinn.
Á OTO mætast áhrif Ítalíu og Japans í matargerð í fjölbreyttum matseðli sem samanstendur af mörgum réttum, stórum og smáum.
Einnig er í boði sérstakur leikhúsmatseðill sem verður í boði alla dag á sérstökum tíma dags. Hér sækir Sigurður innblástur til Japans og Ítalíu og á matseðlinum má finna ýmsa rétti sem eru með áherslur á sitt hvað.
OTO hefur allt sem góður veitingastaður getur boðið upp á, topp þjónusta og frábær matur og svo er umhverfið og staðsetningin alveg frábær líka. Hér að neðan eru nokkrar myndir sem sýna hvað er meðal annars í boði hjá OTO. Svo er auðvitað auðvelt að panta borð og upplifa þennan frábæra veitingastað.