Afnotagjald hvert ár til þjóðarinnar fyrir eitt tonn af þorski eða 26 kr kg eða 26.000 kr tonnið. Tekist er á um hvort þetta sé nægt gjald fyrir afnotarétt af auðlind landsmanna en síðustu 40 ár hefur þjóðin greitt niður kostnað vegna stórútgerðarinnnar, þar sem veiðigjöld hafa ekki dugað fyrir kostnaði. Samtök Fiskframleiðenda hafa gert eigandanum (ríkinu) tilboð upp á 150.000 kr. fyrir hvert tonn og Landssamband Smábátaeigenda 100.000 krónur. Ríkið ætti að endurskoða kerfið með það í huga.
Málþóf stendur yfir vegna þessa gjalds. Á sama tíma eru innviðir þjóðfélagsins í svelti
Þetta eina tonn er hægt að leigja frá sér til kvótalausra útgerða á nálægt 500.000 kr ár hvert. Talað hefur verið um leiguþak á leigu fasteignum. En væri hægt að skoða það á leigukvóta? Miðað við að kvótahafar sem fá úthlutaðan kvóta til eins árs í senn og eiga ekki kvótann, telja að rétt gjald séu 500.000 krónur, hvers vegna finnst þeim þá óréttlátt að greiða sjálfir 26.000 kr. fyrir þetta sama tonn?
Leigja tonnið á 500.000 kr. og greiða 0 kr. í auðlindagjald og 0 kr. í vsk
Þúsundir tonna af fiski eru leigðar á hverju ári, ár eftir ár – Hví er þessi kvóti ekki innkallaður sem ekki er nýttur? Hví eiga menn út í bæ að geta leigt sameign þjóðarinnar? Þjóðin er annars flokks fólk, bara kjötskrokkar sem ekkert eiga að vita og á að halda frá sannleikanum. Sanngjarnt?
Er Sanngirni að greiða þjóðinni 26 kr. á kg. til að geta svo leigt það frá sér á 500 kr. kg. og sleppa þá við að greiða 26 kr. á kg. til þjóðarinnar og 0 krónur í virðisaukaskatt ?

Er sanngjarnt að hér myndist einokun um auðlindir Íslands sem allir landsmenn eiga og eiga samkvæmt áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna að fá fullan aðgang að til framfærslu og eðlilegs viðhalds sem og endurnýjun ?
Er eðlilegt að innviðir þjóðfélagsins eigi ekki til hnífs og skeiðar, á meðan stórútgerð baðar sig í arðgreiðslum? Einhverja hluta vegna held ég að þjóðin sé betur og betur að sjá hvernig verið er að féfletta þjóðfélagið fyrir fáeina einstaklinga í forgangi sem veldur mismunun og rangri niðurstöðu með afkomu af okkar auðlindum.
Er hagkvæmt að leggja niður byggðarlögin og flytja allt fólk til Reykjavíkur? Eða geta frjálsar strandveiðar staðið undir uppbyggingu á þessum byggðum og forðað landsmönnum undan þeirri husnæðiskreppu sem og hærri leigu á höfuðborgarsvæðinu Hvort skyldi nú vera þjóðhagslega hagkvæmt?
Þessi tilraun til 40 ára mistókst
Og bara til að benda á. Já kvótakerfi er núna búið að vera á sem tilraun til að byggja upp fiskistofna okkar að nýju.
Afrakstur af því er lítill sem enginn fyrir utan arðgreiðslur til fáeina sem hafa einokað fiskimiðin. Með þeim árangri að fiskistofnar hafa lagst í útrýmingarhættu og sumir dauðir og þorskstofninn helmingur eftir miðað við ráðgert í upphafi. Þessi tilraun til 40 ára mistókst.
Auðvitað má ekki viðurkenna það, því þá gætu sumir mist af arðgreiðslum. En staðreyndin er sú að allir okkar innviðir eru nýttir til þess ýtrasta svo hægt sé að taka af þeim arðgreiðslur En uppbygging og viðhaldið er eitthvað sem er haldið í lágmarki.
Og þannig er það líka til sjávar þar er eingöngu hugsunin að stækka skip og veiðarfæri og ná sem mestu og huga ekkert að komandi kynslóðum sem eiga svo að erfa alla eyðimörkina sem þessar kynslóðir skylja eftir sig um allt landið.
Frábært fyrir þjóðina alla og komandi kynslóðir.