Þegar þetta er ritað gista 4 í fangageymslu lögreglu.
Nokkuð var um almennar hávaðakvartanir í nótt sem leið – og að ökumenn væri kærðir fyrir hefðbundin ökulagabrot.
Einstaklingur var kærður fyrir að vanvirða íslenska fánann í hverfi 101.
Tilkynnt um óvelkomna aðila innandyra í hverfi 221. Þeim vísað á brott.
Tilkynnt um ölvaða konu á gangi í hverfi 220. Fannst ekki þrátt fyrir leit.
Aðili handtekinn fyrir að særa blygðunarkennd nágranna sinna.
Lögreglumenn settu upp ölvunarpóst í hverfi 105. Akstur um 240 bifreiða var stöðvaður og voru ökumenn látnir blása. 2 ökumenn blésu undir refsimörkum og var gert að stöðva akstur. Einn ökumaður reyndist ölvaður og einn ökumaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.