Hugleiðingar veðurfræðings
Í dag er í gildi appelsínugul viðvörun vegna úrkomu, og gul vegna vinds á Vestfjörum. Fleiri gular viðvaranir vegna vinds og úrkomu eru í gildi á norðanverðu landinu. Gular viðvaranir eru í gildi á morgun og fram til miðnættis annað kvöld.
Djúpa lægðin er nú við norðaustanvert landið. Mjög mikil úrkoma er og hefur verið á Vestfjöruðm og Ströndum og fór t.d. vatnhæð í Hvalá í Ófeigsfirði á ströndum yfir 200 ára flóð í nótt. Einnig er spáð mikilli úrkomu um allt norðanvert landið í dag og á morgun. Þá hefur kólnað í veðri og getur slyddað eða snjóað til fjalla á þessum stöðum. Með þessari miklu úrkomu fylgja auknar líkur á skriðuföllum og grjóthruni úr bröttum hlíðum. Einnig var mikil úrkoma og leysingar við Mýrdalsjökul og sunnanverðan Vatnajökul, með hækkandi vatnshæð og miklu rennsli í lækjum og ám. Vöð geta verið varasöm og er ferðafólk hvatt til þess að sýna aðgát við óbrúaðar ár.
Ansi hvasst er á Vestfjörðum og Breiðafirði og hafa hviður mælst allt að 40 m/s á þessum svæðum í nótt. Veðrinu slotar á laugardagskvöld og sunnudag þegar lægðin færist lengra til austurs. Fólk er hvatt til þess að kynna sér veðurspár og viðvaranir á vef Veðursofunnar.
Veðuryfirlit
Yfir austanverðu Íslandi er 982 mb lægð sem þokast A og grynnist heldur, en 1027 mb hæð er yfir Grænlandi.
Samantekt gerð: 17.07.2020 07:11.
Gul viðvörun vegna veðurs: Breiðafjörður, Vestfirðir, Strandir og norðurland vestra og Norðurland eystra
Veðurhorfur á landinu
Norðan 13-20 m/s, hvassast NV-til, en mun hægari um landið A-vert. Talsverð eða mikil rigning N-lands, einkum á Vestfjörðum og Ströndum, en stöku skúrir sunnan heiða. Hiti 5 til 16 stig, hlýjast á SA-landi.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Norðan 8-15 m/s, skýjað og hiti 7 til 10 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Norðan 10-18 með kalsarigningu á N-verðu landinu og slyddu eða snjókomu til fjalla en þurru og björtu veðri sunnan heiða. Hiti 4 til 15 stig, hlýjast SA-lands.
Á sunnudag:
Minnkandi norðvestanátt, 3-8 síðdegis. Léttir til V-lands og styttir upp á NA-verðu landinu seinni partinn. Hiti víða 10 til 15 stig, en 5 til 10 á NA- og A-landi.
Á mánudag og þriðjudag:
Vestan 3-8 m/s, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Hiti 8 til 15 stig.
Á miðvikudag:
Hæg breytileg átt, skýjað og sums staðar dálítil væta.
Á fimmtudag:
Útlit fyrir fremur hæga norðaustlæga eða breytileg átt og lítilsháttar vætu. Hiti breytist lítið.
Spá gerð: 16.07.2020 20:07. Gildir til: 23.07.2020 12:00.