Helstu tíðindi LRH frá tímabilinu 17:00-05:00 eru eftirfarandi.135 mál skráð í Löke, eitthvað var um aðstoðarbeiðnir vegna veikinda og svo vegna fólks í annarlegu ástandi og aðrar beiðnir um aðstoð
Lögreglustöð 1 – Austurbær- Miðbær-Vesturbær-Seljarnarnes:
Ökumaður stöðvaður í akstri í hverfi 105 vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna, laus að lokinni blóðsýnatöku
Tilkynnt um umferðarslys í hverfi 101, þarna hafði hjólamaður dottið á rafmagnshlaupahjóli, minniháttar meiðsli grunur um ölvun
Tilkynnt um innbrot og þjófnað í verslun í hverfi 108, gerandi ókunnur
Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður- Garðabær- Álftanes:
Tilkynnt um vinnuslys í hverfi 221, fékk gat á höfuðið er hann var að gera við nema undir vaski, ætlaði sjálfur að koma sér á bráðamóttöku
Ökumaður stöðvaður í hverfi 221 fyrir of hraðan akstur 117/80 afgreitt með sekt
Ökumaður stöðvaður í akstri í hverfi 220 , við skoðun kom í ljós að ökumaðurinn var réttindalaus, afgreitt með sekt
Ökumaður stöðvaður í hverfi 191 fyrir of hraðan akstur 122/90 afgreitt með sekt
Ökumaður stöðvaður í akstri í hverfi 210 grunaður um ölvun við akstur, laus að lokinni blóðsýnatöku
Lögreglustöð 3 – Kópavogur- Breiðholt:
Tveir menn handteknir í hverfi 109 fyrir sitt hvora líkamsárásina, þeir báðir vistaðir í fangageymslu
Ökumaður stöðvaður í hverfi 200 fyrir of hraðan akstur 112/50, hann sviptur ökuréttindum til bráðabirgða
Lögreglustöð 4 – Grafarvogur- Mosfellsbær- Árbær:
Tilkynnt um umferðarslys í hverfi 270, þarna hafði mannlaus bifreið runnið inn í garð minniháttar skemmdir engin meiðsli á fólki
Einn maður handtekinn í hverfi 213 fyrir líkamsárás, hann vistaður í fangageymslu