Andlegu málin með Gísla Hvanndal er viðtalsþáttur um andleg málefni þar sem koma fram meðal annars miðlar og/eða sjáendur af öllum toga, heilarar, reikimeistarar, stjörnuspekingar, talnaspekingar og fjölbreytt andlegt fólk til að ræða um allt milli himins og jarðar er snertir líf þeirra, reynslu, upplifanir og viðhorf til lífsins og hins andlega veruleika.
Katrín Lind Hönnudóttir miðill og heilari er viðmælandi Gísla í viðtalinu hér að neðan.
Þættirnir eru fjölbreyttir eins og fólkið sjálft og eru ætlaðir til að fræða fólk og deila meðal annars visku fólks og þekkingu, auk þess að vera þættir til skemmtunar. Það er komin tími til að draga hið andlega samfélag betur saman og vera til staðar fyrir fólk sem er að hefja sína andlegu göngu í lífinu sem og allra annarra sem eru andlega vakandi og leitandi í lífinu.
Umræða