Lögreglan hefur komið upp grindum við Hverfisgötu 4 þar sem fundur ríkisstjórnarinnar er haldinn, en búið er að boða til mótmæla þar á eftir vegna fyrirhugaðrar brottvísunar Yazans Tamimi og fjölskyldu hans.
Eru nokkrir mótmælendur mættir nú þegar samkvæmt frétt Morgunblaðsins og þar segir að mótmælin séu hávær og að hundruðir hafi boðað komu sína.
Mótmæli vegna fyrirhugaðrar brottvísunar Yazans Tamimi, tólf ára drengs með sjaldgæfan vöðvarýrnunarsjúkdóm, eru hafin fyrir utan fund ríkisstjórnarinnar á Hverfisgötu. Af ótta við mómælendur hefur grindum og lögreglu verið komið fyrir við bygginguna.
„Yazan á heima hér,“ heyrist hrópað hástöfum. „Niður með nasista,“ stendur á einu skilti sem mótmælandi heldur uppi. Málefni Yazans verða rædd á fundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Umræða