Snurvoð sem er dregin er uppá þrjár mílur frá landi er togveiðarfæri sem skemmir búsvæði og veldur tjóni á lífríki og dregur úr mataröryggi.

Hverjir ættu að axla ábyrgð eftir áratuga ágang og misnotkun þrátt fyrir stöðugar ábendingar af hagsmunaaðilum um skaðsemi af þessum veiðum?
Við höfum aldrei farið lengra enda sýnir það sig í áratuga notkun á fiskveiðikerfi til minnkunar á fiskistofnum okkar um nær helming.
12 mílur eru lygi og þessa lygi ætti stofnunin að leiðrétta við almenning sem á auðlindina og treystu þeim til að fara vel með og vanda sig í hvívetna.
En niðurstaðan er samdráttur á fiskistofnum og eyðilegging á lífríki og búsvæðum fyrir þjóðinni.
Ákallið eftir umhverfisvænni veiðum er stöðugt að ágerast.
Og tímabært fyrir núverandi ríkisstjórn að taka mál Srandveiðibáta strax fyrir og efla þær veiðar i samræmi við ákall heimsins um betri umgengni við hafið lífríki og mataröryggi.
Umræða

