Yfir 500 heimili sóttu um mataraðstoð á 24 tímum á netinu, fyrir daginn í gær og í dag. ,,Við afgreiðum 400 heimili þessa báða daga í Iðufellinu. Aðrir færast yfir á næstu úthlutun. Það verða 25 sjálfboðaliðar sem vinna frá kl 9 til kl 17 báða dagana.“ Segir Ásgerður Jóna Flosadóttir hjá fjölskylduhjálp Íslands.
,,Við keyrðum út 1.480 stk. af útikertum (Kærleiksljós til þín) í Krónu verslanir út um allt land og til Garðheima í Mjódd. Þessi kerti eru organic og handgerð. Hér er unnið dag og nótt. Hægt að kaupa kertin á netinu hjá söluaðilum. Íslenska þjóðin er yndisleg og ómetanleg.“
Umræða