Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, er væntanlegur í vinnuheimsókn til Íslands 27. nóvember næstkomandi. Er þetta fyrsta heimsókn Mark Rutte til Íslands í stöðu framkvæmdastjóra sem hann tók við af Jens Stoltenberg í október 2024.
Í heimsókninni mun Rutte kynna sér aðstæður og starfsemi á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, þar sem hann mun eiga fund með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra.
Að því loknu heldur framkvæmdastjórinn til Reykjavíkur þar þar sem hann mun eiga fund með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra.
Þá lýkur dagskrá Rutte á heimsókn á Alþingi þar sem forseti þingsins, Þórunn Sveinbjarnardóttir tekur á móti honum, og hvar framkvæmdastjórinn mun funda með utanríkismálanefnd og Íslandsdeild NATO-þingsins.

Frá fundi utanríkisráðherra og framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins í Brussel í janúar sl.

