Hugleiðingar veðurfræðings
Milli Íslands og Grænlands er hægfara lægð, sem beinir köldu éljalofti yfir vestanvert landið, en dregur þó heldur úr éljagangi í kvöld. Bjart með köflum austantil.
Á morgun, miðvikudag er svo útlit norðan- og norðvestankalda eða -strekking með éljum á Norður- og Austurlandi, en annars bjartviðri, hvassast á Suðausturlandi. Áfram frost um allt land.
Á fimmtudagsmorgun lægir um tíma, en ný lægð nálgast úr suðri og gengur því í austan- og suðaustanátt með snjókomu eða slyddu síðdegis, en rigningu syðst og hlýnar smám saman.
Spá gerð: 17.12.2024 06:12. Gildir til: 18.12.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Suðvestlæg eða breytileg átt, víða 3-10 m/s og él, en bjart með köflum austantil. Dregur úr éljum í kvöld. Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins, en frostlaust við suðurströndina. Gengur í norðan og norðvestan 10-18 m/s á morgun, hvassast suðaustanlands. Él á Norður- og Austurlandi, en annars bjartviðri.
Frost 0 til 7 stig, minnst við sjávarsíðuna. Spá gerð: 17.12.2024 04:38. Gildir til: 18.12.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga – Allt að tíu stiga frost
Á fimmtudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og skýjað með köflum, en gengur í suðaustan 10-18 m/s eftir hádegi með snjókomu eða slyddu, en rigningu við ströndina, fyrst suðvestanlands. Frost 2 til 10 stig, en frostlaust syðst.
Á föstudag:
Vestan og suðvestan 5-13 m/s, él og hiti í kringum frostmark, en bjart með köflum og frost 0 til 8 stig austantil. Lægir um kvöldið.
Á laugardag:
Stíf norðlæg átt og snjókoma eða él, en hægari vindur og úrkomulítið á austnverðu landinu. Frost um land allt.
Á sunnudag:
Útlit fyrir kalda norðvestanátt með dálitlum éljum, en bjartviðri suðaustantil.
Á mánudag:
Líklega suðaustan hvassviðri með snjókomu eða slyddu, en rigningu sunnanlands, en síðan skúrum eða él.
Spá gerð: 17.12.2024 09:03. Gildir til: 24.12.2024 12:00.