194 mál skráð hjá lögreglu frá 05-17. Talsvert um umferðaróhöpp á varðsvæðinu en ásamt neðangreindu sinnti lögreglu almennu eftirliti og hinum ýmsu aðstoðarbeiðnum frá borgurunum.
Lögreglustöð 1
- Innbrot í fyrirtæki í hverfi 105. Málið er í rannsókn.
- Umferðaróhöpp í hverfum 101, 103, 105 og 108. Ekki reyndist þörf fyrir aðstoð lögreglu.
- Umferðarslys í hverfi 103. Bifreið óökufær eftir óhappið og fjarlægð af vettvangi með dráttarbifreið. Ekki vitað um slys á fólki að svo stöddu.
- Aðili í annarlegu ástandi í hverfi 108. Honum ekið til síns heima.
- Þjófnaður úr verslun í hverfi 103. Málið afgreitt með vettvangsskýrslu.
- Óvelkomnum aðilum vísað út úr bílastæðahúsi í hverfi 101.
- Ökumaður bifreiðar kærður fyrir að aka ítrekað án ökuréttinda í hverfi 104.
Lögreglustöð 2
- Umferðarslys í hverfi 220. Þrjár bifreiðar í óhappinu og ein óökufær eftir. Dráttarbifreið fjarlægði hana af vettvangi. Einn fluttur á slysadeild til frekari aðhlynningar.
Lögreglustöð 3
- Þjófnaður úr verslun í hverfi 109. Málið afgreitt með vettvangsskýrslu.
- Tilkynnt um aðila í annarlegu ástandi að berja á dyr í fjölbýlishúsi í hverfi 109. Það kom í ljós að hann var, sökum ástands, að fara íbúðavillt. Lögreglumenn aðstoðuðu hann við að komast til síns heima sem reyndist vera í nánast næsta stigagangi.
- Umferðaróhöpp í hverfum 109 og 203. Ekki reyndist þörf fyrir aðstoð lögreglu.
Lögreglustöð 4
- Tilkynnt um eignaspjöll í hverfi 112 hvar aðilar spörkuðu upp hurð.
Umræða