Í liðinni viku urðu þáttaskil í Úkraínu-stríðinu í Kúrsk í Rússlandi. Hersveitir Úkra voru króaðar af við bæinn Sudzha lentar í herkví; cauldron um fjögur þúsund hermenn rétt við landamærin. Rússar unnu frækinn hersigur þegar 800 manna hersveit fór 15km vegalengd á bak við víglínuna eftir gasleiðslu sem liggur um Kúrsk í gegn um Úkraínu alla leið til Slóvakíu.

Zelinsky hafði lokað fyrir gasið 1. janúar. Þetta var mikil hættuför, ein djarfasta hersögunnar. Fát og upplausn kom á úkraínska herliðið enda hafði lokast fyrir undankomu til Úkraínu. Um 67 þúsund úkraínskir hermenn eru sagðir fallnir í innrásinni sem er mikið áfall fyrir Zelinsky sem hefur lýst hana “…taktískan sigur.”
PÚTIN BORÐAR ÚKRAÍNU

Ríkisáróður er dauðans alvara en þó jafnan skoplegur. RÚV hefur jafnan skoðun á hvað þú, ég og við öll hugsum. Öllu er stýrt þegar rúvarar ljúga, nefin stækka og þau draga okkur niður á sitt lága plan, stjórna, skelfa og hræða. Ósigurinn í Kúrsk er lygaveitunni mikið áfall.
Úkrar væru ekki lengur með: “Kúrsk trompið á hendi. Hlýtur að vera pínu áfall,” sagði Árni og beindi orðum til herfræðingsins Erlings Erlingssonar sem svaraði þunglyndislega að Rússar hafi með miklum mannfórnum sótt fram, því hafi verið komið að: “…þeim tíma að draga liðið skipulega til baka, það virðist hafa tekist ágætlega,” sagði Erlingur. Sviðmynd fréttastofu var úthugsuð; Zelinsky harmþrunginn að baki Árna. Pútin undirförull, horfði lymskulega á eyðileggingu sem blasti við augum.

Erlingur setti í brýnnar með Pútin fyrir aftan sig: “…Pútin mun borða restina af Úkraínu og fara svo áfram, ég veit að Baltar [Eystrasaltslöndin] og önnur Evrópuríki hafa miklar áhyggjur af því.”