Hugleiðingar veðurfræðings
Í dag er útlit fyrir fremur hæga suðlæga eða breytilega átt. Búast má við vætu af og til allvíða um land, hvergi er þó gert ráð fyrir mikilli úrkomu. Austanlands verður yfirleitt þurrt og bjart veður. Hiti á bilinu 5 til 10 stig yfir daginn.
Svipað veður á morgun, nema að það bætir í vind vestanlands seinnipartinn og má búast við sunnan strekkingi með rigningu þar annað kvöld.
Spá gerð: 18.03.2025 06:43. Gildir til: 19.03.2025 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Suðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s í dag og allvíða væta með köflum, en yfirleitt þurrt og bjart austanlands. Hiti 5 til 10 stig að deginum.
Svipað veður á morgun, en gengur í sunnan 8-15 vestanlands seinnipartinn og rigning þar um kvöldið.
Spá gerð: 18.03.2025 07:17. Gildir til: 20.03.2025 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag (vorjafndægur):
Suðlæg átt 5-13 m/s og rigning eða slydda, en úrkomulítið norðaustantil. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast norðaustanlands.
Á föstudag:
Suðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Léttskýjað að mestu norðanlands, en stöku skúrir eða él um vestanvert landið og rigning austanlands undir kvöld. Hiti 2 til 7 stig.
Á laugardag:
Norðan 8-15 m/s og dálítil él, en yfirleitt þurrt á sunnanverðu landinu. Frost 2 til 7 stig, en frostlaust við suðurströndina fram til kvölds.
Á sunnudag:
Breytileg átt og víða þurrt og bjart veður. Vaxandi sunnanátt síðdegis og þykknar upp á vestanverðu landinu með úrkomu þar um kvöldið. Hlýnandi veður þegar líður á daginn.
Á mánudag:
Sunnan- og suðvestanátt með súld og rigningu, en úrkomulítið norðaustantil á landinu. Hiti 4 til 10 stig.
Spá gerð: 18.03.2025 07:49. Gildir til: 25.03.2025 12:00.