Vegna lokunar Landeyjarhafnar hefur stjórn og framkvæmdastjóri Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf., óskað eftir viðbótarstyrkveitingu frá Vegagerðinni vegna aðstæðna. Fjórum aukaferðum verður viðkomið í siglingaráætlun til Þorlákshafnar á vegum félagsins, tvær ferðir fyrir páskana og tvær ferðir eftir páskana.
Vegagerðin hafi fallist á að styrkja þrjár ferðir. Fyrir það ber að þakka. Þrátt fyrir það mun Herjólfur sigla fjórar aukaferðir um páskana að sögn Eyjafrétta.
Ferðirnar hafa ekki verið tímasettar en munu birtast við fyrsta tækifæri á heimasíðu, á facebook – Vestmannaeyjaferjan Herjólfur – Westman Island ferry og á bókunarsíðu félagsins.
Umræða