Miðflokkurinn mun leggja fram vantrauststillögu á Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra á Alþingi í dag.
Þetta staðfestir Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins í samtali við mbl.is.
Hann kveðst vera búinn að senda vantrauststillöguna á Birgi Ármannsson, forseta Alþingis, og gerir ráð fyrir að tillögunni verði dreift til þingmanna við upphaf þingfundar í dag.
Aðspurður kveðst Bergþór hafa átt í góðu samtali við stjórnarandstöðuflokkana og að það kæmi honum á óvart ef tillagan nyti ekki stuðnings þeirra.
Umræða