Mikinn reyk lagði frá íbúðinni og var eldur um tíma. Reykmengun og sót barst í sameign og aðrar íbúðir. Enn er verið að meta tjónið á húsinu. Um timburhús er að ræða. Þetta hefði því getað endað lífshættulega ef slökkvistarf hefði ekki hafist eins fljótt og raun var.
Á vettvangi voru fimm lögreglubílar, slökkvibíll, sjúkrabíll og bíll frá Brunavörnum Suðurnesja. Hinn grunaði (45 ára íslenskur karlmaður) var handtekinn af lögreglu. Enginn hlaut skaða. Málið er í rannsókn.
Þann 13.07.2025 sl. um kl. 4:30 átti sér stað eldsvoði á Grænásbraut, 603B, Reykjanesbæ og hefur vitni stigið fram með frásögn af málinu:
,,Ég er einn af íbúunum þarna og sá sem tilkynnti atvikið. Mig og marga aðra íbúa grunar að viðkomandi eigi við geðræn vandamál að stríða og hefur hann oft sýnt af sér undarlega hegðun.
Vitað er að gerandinn er í reglulegri áfengisneyslu og játaði hann fyrir mér að hafa hellt bensíni í íbúðinni og kveikt í.
Lögreglan hefur ekki enn tjáð sig um málið fyrir utan að hafa tekið skýrslur af mér og einum öðrum íbúa á vettvangi.“ Segir vitnið.