Hér eru nokkur mál úr dagbók lögreglu á tímabilinu 17. ágúst kl. 17:00 til 18. ágúst kl. 05:00. Alls eru 56 mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu. Listinn er ekki tæmandi.
Lögreglustöð 1 – Austurbær- Miðbær-Vesturbær-Seltjarnarnes:
Tilkynnt um óvelkominn aðila í ruslageymslu í hverfi 105.
Óskað aðstoðar vegna aðila til ama á hóteli í hverfi 101. Honum vísað á brott.
Óskað aðstoðar vegna umferðarslyss í hverfi 105. Um aftanákeyrslu var að ræða og ekki slys á fólki.
Ökumaður sektaður fyrir að nota farsíma við akstur án handfrjáls búnaðar í hverfi 104.
Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður- Garðabær- Álftanes:
Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna í hverfi 210, en sá var einnig sviptur ökuréttindum. Látinn laus að lokinni blóðsýnatöku.
Tveir ökumenn sektaðir og sviptir ökuréttindum til bráðabirgða vegna hraðaksturs í hverfi 220.
Lögreglustöð 3 – Kópavogur- Breiðholt:
Óskað aðstoðar vegna umferðarslyss í hverfi 200, þar sem ekið var á gangandi vegfaranda. Um minniháttar slys var að ræða.
Óskað aðstoðar vegna umferðarslyss í hverfi 200, en þar varð ökumaður bifreiðar að víkja undan annarri bifreið og hafnaði þá á vegriði.
Aðili handtekinn grunaður um líkamsárás í hverfi 111. Sá var vistaður í fangageymslu.
Lögreglustöð 4 – Grafarvogur- Mosfellsbær- Árbær:
Aðili handtekinn grunaður um innbrot og þjófnað í hverfi 110. Sá var vistaður í fangageymslu.