Hugleiðingar veðurfræðings
Það er veðurblíða á austanverðu landinu í dag, léttskýjað og sæmilega hlýtt. Vestantil er skýjað og lítilsháttar væta með köflum, en vaxandi sunnanátt og rigning seint í kvöld. Um helgina er útlit fyrir rysjótt og vætusamt veður, einkum á sunnudag en þá á kröpp lægð að fara yfir landið með hvassviðri eða stormi og mikilli rigningu. Í kjölfar lægðarinnar kólnar og má jafnvel búast við snjókomu norðan heiða á mánudag.
Veðuryfirlit
350 km SV af Svalbarða er 989 mb lægð á NA-leið, en 1031 mb hæð er yfir Norðursjó. 300 km A af Labrador er 977 mb lægð sem fer A og síðar NA.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðvestan 5-10 og dálitlar skúrir, hiti 7 til 10 stig. Vaxandi sunnanátt í kvöld, 10-15 og rigning í nótt, en skúrir á morgun og suðvestan 13-18 síðdegis.
Veðurhorfur á landinu
Suðvestan 5-13 m/s og smáskúrir vestantil, en víða léttskýjað á austanverðu landinu. Vaxandi sunnanátt vestanlands og fer að rigna seint í kvöld. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast austast. Suðvestan 13-18 og rigning eða skúrir á morgun, en heldur hægari og bjart með köflum A-lands.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Suðvestan 13-18 m/s og rigning eða skúrir, en bjart með köflum A-lands. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast A-til.
Á sunnudag:
Gengur í sunnan og suðvestan storm með talsverðri rigningu, hiti 5 til 12 stig. Norðlægari á Vestfjörðum með slyddu um kvöldið.
Á mánudag:
Norðvestlæg átt með snjókomu eða éljum N-lands og hita nálægt frostmarki, en skúrum og 2 til 7 stiga hita sunnan heiða.
Á þriðjudag (haustjafndægur):
Norðaustlæg átt, skýjað og dálítil rigning við S-ströndina. Hiti breytist lítið.
Á miðvikudag og fimmtudag:
Norðlæg átt og él, en þurrt á S-verðu landinu.
Spá gerð: 17.09.2020 20:27. Gildir til: 24.09.2020 12:00.