Hér er það helsta úr dagbók lögreglu frá klukkan 17:00 til klukkan 05:00. Þegar þetta er ritað gista 8 í fangageymslu lögreglu. Alls eru 83 mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu. Listinn er ekki tæmandi.
Lögreglustöð 1 – Austurbær- Miðbær-Vesturbær-Seltjarnarnes:
Lögregla kölluð til vegna manns sem var haldið í miðbænum en hann var í mjög annarlegu ástandi og hafði dregið upp hníf. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna ástands en ekkert samband náðist við hann vegna vímuástands.
Tilkynnt um húsbrot þar sem aðili hafði hlaupið inn í íbúð og læst sig inni á salerni. Aðilinn neitaði að koma út og fara út úr íbúðinni og neyddust íbúar til að kalla til lögreglu. Aðilinn handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna ástand
Tilkynnt um líkamsárás en þar hafði maður ráðist á konu sem var að koma úr bifreið sinni. Konan hafði þá kallað á hjálp og hafði maðurinn þá hlaupið á brott. Málið er í rannsókn.
Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og ölvunarakstur.
Tveir handteknir grunaðir um sölu og dreifingu fíkniefna. Við leit í bifreið mannanna fundust fíkniefni í sölueiningum, fjármunir og annað sem benti til að mennirnir væru að stunda þessa iðju. Mennirnir vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
Lögregla kölluð til vegna þriggja þjófnaðarmála.
Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður- Garðabær- Álftanes:
Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og ölvunarakstur. Ökumaður reyndist þá sviptur ökuréttindum og var bæði með fíkniefni og hníf í fórum sínum. Sá var laus eftir hefðbundið ferli á lögreglustöð ásamt skýrslutöku.
Afskipti höfð af þremur einstaklingum í bifreið vegna gruns um fíkniefnamisferli. Við leit í bifreiðinni fundust fíkniefni og voru allir þrír lausir eftir skýrslutökur og aðgerðir lögreglu.
Lögreglustöð 3 – Kópavogur- Breiðholt:
Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um ölvun við akstur. Í ljós kom að bifreiðin var ótryggð og ökumaður var ekki með ökuréttindi.
Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Við afskipti lögreglu kom í ljós að ökumaður var undir áhrifum fíkniefna og var þá einnig sviptur ökuréttindum. Við nánari skoðun á málinu kom einnig í ljós að bifreiðin var á röngum skráningarmerkjum og við leit í bifreiðinni fundust meint fíkniefni og þýfi.
Lögreglustöð 4 – Grafarvogur- Mosfellsbær- Árbær:
Tilkynnt um þjófnað á rafhlaupahjóli. Lögregla send á staðinn og er málið í rannsókn.