„Ég var fljót að jafna mig, ég sé ekki eftir neinu en viðurkenni að ég grét eftir að hafa tapað forsetakosningunum,“ segir Katrín Jakobsdóttir í viðtali við Sindra Sindrason í Íslandi í dag.

Þá segist hún virkilega hafa hugsað sinn gang, síðustu daga sína í ríkisstjórn, áður en hún yfirgaf Vinstri græna og forsætisráherrastólinn en hún var í pólitík í tuttugu ár.
Fram kemur að það hafi verið mikil viðbrigði að hætta í pólitík, síminn hafi alveg hætt að hringja og það séu viðbrigði að vera ,,bara einhver kona út í bæ.“
Katrín segist vera stolt af því að hafa unnið að heillindum allan tímann í pólitíkinni og af þeim málum sem hún hafði áhrif á.
Hún velti mikið fyrir sér að fara erlendis og vinna þar fyrir ríkið en hætti við og í dag vinnur hún aðallega sem ráðgjafi og fyrir WHO samtökin.
Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér

