-0.2 C
Reykjavik
Laugardagur - 4. febrúar 2023
Auglýsing

Aurskriða lenti á húsi á Seyðisfirði sem barst um 40 metra með skriðunni

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

 

Aurskriða sem féll úr Nautagili á Seyðisfirði hreif húsið Breiðablik við Austurveg af grunni sínum og bar það út á götu um klukkan þrjú í nótt.
Birgir Guðmundsson sem er búsettur á Seyðisfirði segist í samtali við fréttastofu rúv, hafa heyrt miklar drunur þegar skriðan féll úr gilinu. 

Birgir álítur að Breiðablik hafi borist með skriðunni allt að 30 til 40 metra og greinilegt sé að húsið sé mikið skemmt, gengið til og brotið. Enn er úrhellisrigning á Seyðisfirði og lögregla og björgunarsveitir að störfum, bæði Ísólfur frá Seyðisfirði og Jökull af héraði að því er fram kemur á vef rúv.is.