5.6 C
Reykjavik
Föstudagur - 3. febrúar 2023
Auglýsing

Ung kona varð úti í Mosfellsbæ í óveðri

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Ung kona varð úti í Mosfellsbæ í óveðrinu sem gekk yfir rétt fyrir jól. Hún var á leið heim til sín fótgangandi, og fannst látin rétt við heimili sitt. Konan var á fertugsaldri.

Óveðrið sem gekk yfir dagana 17. til 19. desember þegar Reykjanesbraut lokaðist og alþjóðaflug lá niðri. Talið er að einhvern þessa daga hafi konan á fertugsaldri, búsett við Esjumela, verið á leið heim til sín fótgangandi. Hún fannst látin skammt frá heimili sínu þann 20. desember.
Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við fréttastofu rúv, að engar vísbendingar væru um neitt saknæmt við andlát konunnar sem varð úti í veðrinu sem gekk yfir. Afar fátítt er að fólk verði úti í byggð en kuldakastið sem gengið hefur yfir landið síðustu vikurnar er með því mesta í áraraðir.