,,Held að það blasi við að viðræðum verður slitið næsta fimmtudag og menn munu hefja undirbúning að boðun verkfalls“
Vilhjálmur Birgisson rauk út af fundi sem að haldinn var í Stjórnarráðinu í morgun að loknum ríkisstjórnarfundi en Drífa Snædal, forseti ASÍ, mætti í Stjórnarráðið, ásamt varaforsetum ASÍ, þeim Vilhjálmi Birgissyni og Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni.
Ræddar voru tillögur stjórnvalda til þess að liðka fyrir kjarasamningum.
Vilhjálmur strunsaði út af fundinum og sagði að fólk mætti geta í eyðurnar hvers vegna hann hefði brugðist svona illa við á fundinum.
,,Stjórnvöld gera sér ekki grein fyrir alvarleika stöðunnar, sagði formaður Verkalýðsfélags Akraness og varaforseti Alþýðusambandsins” fyrr í vikunni. ,,Ef stjórnvöld fari ekki að sýna tillögur sínar til að liðka fyrir kjarasamningum blasir við að kjaraviðræðum við atvinnurekendur verði slitið á fimmtudag og undirbúningur verkfalls hefjist. Verkfall gæti hafist í byrjun mars.”
Ef þau ekki gera það þá held ég að það blasi við að viðræðum verður slitið næsta fimmtudag og menn munu hefja undirbúning að boðun verkfalls. Þannig er bara staðan. Ég myndi nú halda það að ef þetta fer allt á versta veg þá getum við farið að sjá hér verkföll fyrstu vikuna í mars, aðra vikuna í mesta lagi.