,,Kvótaþakið er 12% en Samherji er kominn með 17% og fær að brjóta lögin“
Guðmundur Franklín Jónsson fer yfir þjóðfélagsmál í pistli sínum í dag og segir stefnu flokksins vera þá að breyta kvótakerfinu til betri vegar fyrir land og þjóð. Hann segir að Samherjastjórnin hafi slegið upp skjaldborg um Samherja og stórútgerðina. ,,Það á að borga skatta og skyldur á Íslandi en það er ekki gert í skattaskjólum“ Nú verði að snúa þessari öfugþróun við sem gallað kvótakerfi sé og gyrða fyrir spillinguna.
Ný stefna í sjávarútvegi
Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn sem unnið hefur á undanförnum mánuðum að nýju fiskveiðistjórnunarkerfi hefur ákveðið að handfæraveiðar verði frjálsar öllum íslenskum ríkisborgurum fyrir báta 10 metra að lengd og styttri og hámark sjálfvirkra handfæravinda verði fjórar fyrir einn mann í áhöfn.
Makrílveiðar verði frjálsar innan 10 sjómílna fyrir smábáta að 15 metrum og að fyrirkomulag vegna veiða á grásleppu verði óbreytt (ekki kvótasett). Þetta er eitt af mörgu sem flokkurinn ætlar að breyta í kvótakerfinu og hér að neðan er hægt að hlusta á fróðlegan pistil um málið:
https://www.youtube.com/watch?v=QDu1mVg4UwY