Ríkisstjórnin ætlar í vikunni að kynna nýtt fyrirkomulag kílómetragjalds sem taka á gildi um mitt ár. Olíugjald verður fellt niður og kílómetragjald kemur í staðinn. Fjármálaráðherra segir þetta mikilvæga og óumflýjanlega breytingu.
Frumvarp um kílómetragjald vegna rafmagns- og tengiltvinnbíla var samþykkt á Alþingi í lok árs 2023. Nú stendur til að taka upp kílómetragjald á allan akstur.
„Þetta er sambærileg breyting og var gerð varðandi rafbíla um áramótin 2023/2024, og felur í sér að olíugjaldið sem hefur verið lagt á eldsneyti fellur niður en í staðinn kemur kílómetragjald í samræmi við ekna kílómetra,“ segir Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra í viðtali við ríkisútvarpið.
Umræða