-3.2 C
Reykjavik
Miðvikudagur - 1. febrúar 2023
Auglýsing

Farþegaflug – EasyJet leggur til lausn í flugmálum

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Ef þú ert meðal þeirra sem kjósa svolítið pláss á milli þín og annara farþega í flugi? Þá gætu komandi tímar í flugi hentað þér. Enska lágfargjaldafyrirtækið EasyJet kemur nú með róttæka lausn á því hvernig eigi að flytja farþega og um leið, viðhalda góðri fjarlægð milli viðskiptavina.
Þeir munu hafa miðju sæti flugvéla tóm þegar þeir taka til starfa að nýju. Johan Lundgren, framkvæmdastjóri EasyJet, telur að það ráð muni leiða til þess að fleiri vilja fljúga. „Það er eitthvað sem við viljum gera vegna þess að ég held að það sé það sem viðskiptavinirnir vilja,“ segir hann í viðtali við BBC.

Sýking í loftinu

Kóronavirusinn þekkir engin landamæri og flugvélar og flugvellir eru viðkvæmir fyrir smiti vegna þess að maður getur ekki vitað hvar allir farþegar hafa verið, svo farþegum var snemma ráðlagt að ferðast ekki nema nauðsyn krefði.
Gunnar Hasle, læknir og sérfræðingur í ferðamálum, sagði að snemma hafi menn orðið meðvitaðir um hættur á sýkingum í flugi. Hann sagði að það ætti að sía vel súrefnið sem er í flugvélum, en sagðist einnig ekki vita hversu áhrifarík síun væri gegn þessum vírus. Hættan væri alltaf til staðar því fólk gæti smitast hvert af öðru. Hann segir að þeir muni halda áfram að vinna með yfirvöldum og hlusta á sjónarmið viðskiptavina um það sem þeir telja að sé rétt að gera. það er mikilvægt að viðskiptavinir hafi skilning á því að við tökum þetta mjög alvarlega og fyrst og fremst snúast áhyggjur okkar að líðan viðskiptavina okkar og starfsmanna.

Kórona vírusinn hefur haft mikil áhrif á ferða- og flugiðnaðinn

Flug sérfræðingurinn, Hans Jørgen Elnæs hjá Winair vísaði til þess að tap flugfélaga í mars hafi verið mikið  „Ég hefði aldrei í minni villtustu martröð ímyndað mér slíkar tölur,“ sagði hann í viðtali við kauphöllina. Alþjóðasamtök flugsamgangna, IATA, hafa áætlað meira en 8.160 milljarða íslenskra króna tap, fyrir flugmarkað sem rekur farþegavélar. Eins og önnur flugfélög um heim allan, reiknar EasyJet með miklu fjárhagslegu tapi vegna ástandsins. Samkvæmt BBC reiknar fyrirtækið með tapi fyrir skatta á bilinu 360 milljónum punda og 380 milljónum punda á þessu hálfa ári.