Hallarbylting og allsherjar uppreisn gegn núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi – ,,Ógeðslegt kerfi“
MARGIR HANDHAFAR VEIÐILEYFA ERU HÆTTIR AÐ BERA VIRÐINGU FYRIR EIGUNDUM AUÐLINDARINNAR
,,Hver er góður í að setja undiskriftasöfnun í gang gegn kvótakerfinu? Nú eru að koma kosningar og rétti tíminn að sýna fram á að strandveiðar/ handfæraveiðar eigi að vera frjálsar. Hver eru annars rökin fyrir að það ætti ekki að gefa þær frjálsar?“ Þessi umræða og önnur fer mikinn nú inn á síðu strandveiðimanna og sambærilegum félögum en þar hefur verið mikil ólga undanfarnar vikur. Stefnt er að því að undirbúa undirskriftalista um að leggja niður núverandi kvótakerfi strax. ,,Það er eins og þjóðin sé að átta sig á svindlinu og spillingunni í sjávarútveginum á Íslandi segir viðmælandi Fréttatímans. Neðst er svo myndband en þar er trillukarl tekinn tali sem segir að Landhelgisgæslan hafi tekið myndir af sér í útsýnisflugi fyrir Samherja: ,,Flugvélin kom og hún var með útsýnisflug fyrir Samherja og aðra „kvótaeigendur“ Segir Ásmundur Jóhannsson sjómaður í myndbandi sem deilt er inn á síðuna.
Miklu verra ástand á Íslandi en í Namibíu
,,Samherjamálið er ný búið að koma fyrir augu þjóðarinnar og hvernig staðið var að málum í Namibíu en ástandið á Íslandi er margfalt verra en í Namibíu. Namibía fékk t.d. margfalt hærri veiðigjöld fyrir makríl miðað við hvað greitt er á Íslandi.“
Fáum aftur á okkur 10.2 milljarða kröfu sem var bara frestað vegna Covid
,,Þá var nú bara allt vitlaust á Íslandi í síðustu viku út af sjö stærstu fyrirtækjunum vegna 10.2 milljarða kröfu á hendur þjóðinni sem hefði endað í 15 milljörðum með vöxtum og kostnaði eða sem nemur veiðigjöldum allra skipa á Íslandi í fjögur ár. Sú krafa er bara í pásu vegna Covid-19 segja þessar útgerðir en svo geta þeir farið af stað aftur með kröfuna þar sem þeir hafa ekki lokað málinu. Það eru bara 10 fyrirtæki sem eru með 70% af öllum kvóta á landinu og þetta eru sjö þeirra. Þetta er ekki gæfuleg staða á Íslandi og bara ógeðsleg!“ Segir viðmælandi Fréttatímans.
Hallarbylting og allsherjar uppreisn gegn núverandi kerfi
,,Menn eru æfir innan greinarinnar og vilja hallarbyltingu og allsherjar uppreisn gegn núverandi fiskveiðikerfi segir hann og bendir t.d. á neðangreindar umsagnir sem hafa verið birtar að undanförnu á vef félagsins:
,,Eigum við að láta fáeinar útgerðir ráða ferðinni með allt landið á hausinn. Þar með talið skuldir þeirra. Þegar hægt er að bjarga miklu með frjálsum handfæraveiðum sem kemur öllu landinu af stað aftur.“
,,Þurfa ekki að koma mótvægisaðgerðir strax. Frjásar Handfæraveiðar og aukinn kvóta sem allur fer í gegnum fiskmarkaði þar sem greitt er sanngjarnt verð til ríkisins. Gæti verið spor til þess að fleiri fengju vinnu eftir að ferðaiðnaðurinn fer í dvala.“
,,Ætlar landsamband smábátaeigenda Að humma þetta af sér, eða er eitthvað sem er verið að gera til að bæta stöðu almennings til sjálfsbjargar á svona timum“
Guð blessi ÍSLAND
,,Þarf ekki að efla hér atvinnulífið sem hraðast. Og hvað er það sem er nærtækast að nota til þess. Nær yfir allt landið og getur veitt gríðarlega mörgum atvinnu strax. Auðlindir okkar þarf að opna fyrir almenningi bæði með frjálsum veiðum smábáta sem kemur skipasmiðastöðvum í gang og fjöldann öllum iðnaði verkunum verslunum og fl í gang. Þetta er allt til staðar og þarf að virkja hið snarasta til að takmarka tjón almennings í landinu okkar. Getum líka farið gömlu leiðina. Guð blessi ÍSLAND“
https://www.facebook.com/olafur.jon.7/videos/10153682838720828/UzpfSTEwMDAyNDEyNTc0MTY3NjpWSzozMjUyOTczNDk0NzE0Njg2/?multi_permalinks=3252973494714686¬if_id=1587259197608508¬if_t=feedback_reaction_generic
,,Hvernig er það. Virkar alltaf best að tryggja eftirá. Á að fiska fyrir landið þegar ástandið versnar. Eða á að beita fyrirhyggju og byrja strax. Enginn tryggir að þetta ástand væri í skamman tíma. Þess vegna þarf að gefa handfæraveiðar frjálsar tafarlaust. Jú höfum enga tryggingu fyrir að fólk sem stundar veiðar í hópum á stærri skipum verði ekki veikir líka. En þá gerist hvað. ? Byrjað er að tala nú þegar um matarskort í heiminum og ástandið rétt að byrja.“
,,Auðlindarentan hefur alltaf verið til staðar, hún var ekki fundin upp með innleiðingu kvótans. Þessi sama auðlindarenta byggði upp landið og hélt því í byggð, dreifðist um allt samfélagið og hélt uppbyggjandi starfsemi gangandi. Það er engin ástæða til að trúa að Alþingi hafi meira vit á að ráðstafa þessari sömu auðlindarentu, sérstaklega ef horft er til hvernig Alþingi hefur tekist til per dags dato. Það er og verður hagkvæmast að gefa veiðar frjálsar áföngum og aðskilja veiðar og vinnslu, með að skylda allan afla á markað. Þjóðin mun finna bestur og hagkvæmustu lausnina, andvirði veiðgjalda mun skila sér margfalt í veltu samfélags og ríkisreksturs.“
,,Allur fiskur settur í gegnum fiskmarkaði % dregin af við sölu sem rennur til þjóðarinnar fyrir afnot, sem fiskmarkaðir fá svo aflaheimildir til sín fyrir sem þeir ráðstafa til skipa sem lönduðu þann daginn. Þannig eykst virðisauki fyrir þjóðina þar sem afli fer til einhverskonar vinnslu um allt land. Og mögulega sjá einhverjir sóknatækifæri í þessum breytingum til nýsköpunar“
,,Auðlindarentan hefur alltaf verið til staðar, hún var ekki fundin upp með innleiðingu kvótans. Þessi sama auðlindarenta byggði upp landið og hélt því í byggð, dreifðist um allt samfélagið og hélt uppbyggjandi starfsemi gangandi. Það er engin ástæða til að trúa að Alþingi hafi meira vit á að ráðstafa þessari sömu auðlindarentu, sérstaklega ef horft er til hvernig Alþingi hefur tekist til per dags dato. Það er og verður hagkvæmast að gefa veiðar frjálsar áföngum og aðskilja veiðar og vinnslu, með að skylda allan afla á markað. Þjóðin mun finna bestur og hagkvæmustu lausnina, andvirði veiðgjalda mun skila sér margfalt í veltu samfélags og ríkisreksturs.“ Svona eru endalaus komment um núverandi kerfi og mikill hiti í mönnum segir viðmælandinn.
Nú þegar er búið að like’a og deila fleiri hundruð sinnum efni síðunnar á facebook