Brot 85 ökumanna voru mynduð á Breiðholtsbraut í Reykjavík frá mánudeginum 17. apríl til miðvikudagsins 19. apríl. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Breiðholtsbraut í vesturátt, á gatnamótum við Stekkjarbakka. Á rúmlega tveimur sólarhringum fóru 17.944 ökutæki þessa akstursleið og því óku hlutfallslega mjög fáir ökumenn of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 78 km/klst en þarna er 60 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 91. Einu ökutæki var ekið gegn rauðu ljósi á umræddu tímabili.
Brot 45 ökumanna voru mynduð í Skipholti í Reykjavík í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Skipholt í vesturátt, að Brautarholti. Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fóru 137 ökutæki þessa akstursleið og því ók þriðjungur ökumanna, eða 33%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 43 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 56.
Brot 66 ökumanna voru mynduð á Fífuhvammsvegi í Kópavogi í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Fífuhvammsveg í vesturátt, að Dalsmára. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 568 ökutæki þessa akstursleið og því óku allmargir ökumenn, eða 12%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 64 km/klst en þarna er 50 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 85.
Brot 8 ökumanna voru mynduð á Háaleitisbraut í Reykjavík. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Háaleitisbraut í norðurátt, á móts við Háaleitisbraut 83. Á einni klukkstund, fyrir hádegi, fóru 217 ökutæki þessa akstursleið og því óku hlutfallslega fáir ökumenn, eða 4%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 43 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 52.
Brot 60 ökumanna voru mynduð á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Vesturlandsveg í norðurátt, við Kerhólakamb á Kjalarnesi. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fór 321 ökutæki þessa akstursleið og því ók tæplega fimmtungur ökumanna, eða 19%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 85 km/klst en þarna er 70 km hámarkshraði (lækkaður hámarkshraði v/framkvæmda). Sá sem hraðast ók mældist á 118.
Vöktun lögreglunnar er liður í umferðareftirliti hennar á höfuðborgarsvæðinu.