Segir að viðskiptafélagi sé með félagið á Tortóla
Huldufélagið About fish er skráð á Tortóla en félagið ber sama nafn og sölufélög Vinnslustöðvarinnar erlendis í mörgun löndum. Sigurgeir Brynjar eða Binni í Vinnslustöðinni eins og hann er betur þekktur var í Kastljósþætti og ræddi þar við Einar Þorsteinsson. Binni vill kenna Guðmundi Kristjánssyni í Brim hf. (Grandi) um að rannsókn hafi farið fram á félaginu og hugsanlegum tengslum Tortólafélagsins við Vinnslustöðina. Vegna ásakana um að Vinnslustöðin eða aðilar henni tengdri ættu félagði About fish, á Tortóla sem ber nákvæmlega sama nafn og sölufélög Vinnslustöðvarinnar.
Upp úr dúrnum kom að viðskiptafélagi Binna er með félagið About fish, sem er skráð á Tortóla en sá maður kaupir fisk í Hvíta Rússlandi af Vinnslustöðinni og heitir Alexander Moshenskys frá Rússlandi. Sá maður hefur góð og mikil tengsl við Vestmannaeyjar og hefur komið þangað í heimsóknir með eiginkonu sinni.
,,þú þekkir hann alveg þannig?“ Spyr Einar. ,,Já já já já,“ svaraði Binni og kinkaði kolli jánkandi og staðfesti þar með tengsl þeirra. En neitaði öllum tengslum sínum við félagið About fish á Tortóla, þetta væri að vísu nákvæmlega sama nafnið og á félögum Vinnslustöðvarinnar og hann og eigandi félagsins væru viðskiptafélagar. En ekkert væri hægt að sanna um lögbrot, en það væri hægt að ásaka án þess að geta sannað ásakanirnar og Guðmunudur Kristjánsson í Brim og félagi hans hefðu gert það ítrekað.
Aðspurður um makrílmálið, sagðist hann ætla að halda kröfunni til streitu gagnvart ríkinu um bætur upp á milljarð fyrir Vinnslustöðina en heildarkrafa allra félaga voru rúmir tíu milljarðar auk vaxta og kostnaðar í næstum tíu ár.
Er þetta ekki bara helber græðgi?
Þáttastjórnandinn benti honum á að þeir hefðu fengið allan sinn makríklvóta gefins hjá þjóðinni til veiða og nú sé verið að krefjast þess með lögsóknum að fá enn meira gefins frá ríkinu og spurði hvort þetta væri ekki bara helber græðgi? Þá svaraði Binni því ekki en benti á að þeir hefðu komist upp á lag með að veiða makrílinn og þess vegna ættu þeir 100% tilkall til kvótans. Þess má geta að makríll er veiddur víða um heim oft á mjög frumstæðum skipum og ekkert merkilegri veiðiskapur en hver annar, fyrir þá sem þekkja ekki til.
Einar benti á að veiðarnar hefðu verið þannig að veitt hefði verið ótrúlega mikið magn til að öðlast mikla veiðireynslu og makríllinn settur í bræðslu þar sem lítið sem ekkert verð hefði fengist fyrir hann. Þá bar Binni við kunnáttuleysi við veiðar og vinnslu og sagði það ástæðuna fyrir magnveiði á minnsta mögulega afurðarverði og um það ástand hefði verið að ræða í upphafi veiðanna sem voru reyndar eins og vitað er, viðmiðunartímabilið fyrir væntanlega kvótaúthlutun í makríl sem svo var færður félaginu.
Sjö kvótaþegar krefja ríkið um 10,2 milljarða í bætur vegna kvóta