Samherji var með njósnafyrirtækið PPP í vinnu við að finna upplýsingar um rannsókn Seðlabanka Íslands. Fyrirtækið tók meðal annars upp fund með fyrrverandi starfsmanni Seðlabanka Íslands þar sem upplýsingar voru veittar um rannsóknina á Samherja.

Þetta kemur fram í ítarlegri frétt ríkisútvarpsins og þar kemur m.a. fram að Jónas Helgason, fyrrverandi lögreglumaður og helsti rannsakandinn í Seðlabankamálinu svokallaða sé á leynilegri upptöku sem lögreglumennirnir fyrrverandi Jón Óttar Ólafsson og Guðmundur Haukur Gunnarsson hjá njósnafyrirtækinu PPP gerðu af samtali sínu við hann í nóvember árið 2012.
Rannsókn þessa máls snerist um meint brot Samherja á lögum um gjaldeyrismál. Málið var fellt niður á endanum eftir margra ára rannsókn. Enginn var því ákærður. Hér er hægt að lesa ítarlega frétt um málið en hið svokallaða Namíbíumál gegn Samherja er enn í vinnslu hjá Héraðssaksóknara og hefur verið í mörg ár og ekkert er að frétta af því.