Hugleiðingar veðurfræðings
Hæð yfir landinu stýrir veðrinu í dag. Útlit er fyrir fremur hæga breytilega átt eða hafgolu og víða bjart veður, en við ströndina eru líkur á þokulofti, einkum sunnan- og vestanlands. Áfram hlýtt í veðri og getur hiti víða farið yfir 20 stig inn til landsins í dag, en búast má við heldur svalara veðri í þoku við sjávarsíðuna.
Svipað veður á morgun og á miðvikudag, víða sólríkt og hlýtt, en þokuloft sækir þá líklega einnig að norðurströndinni og kólnar heldur þar. Spá gerð: 19.05.2025 06:19. Gildir til: 20.05.2025 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Hæg breytileg átt eða hafgola og léttskýjað, en sums staðar þokuloft við vesturströndina og einnig við suður- og norðurströndina á morgun.
Hiti 10 til 23 stig að deginum, hlýjast inn til landsins, en svalast í þokulofti.
Spá gerð: 19.05.2025 09:59. Gildir til: 21.05.2025 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Suðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og víða léttskýjað, en sums staðar þokuloft við ströndina. Hiti 8 til 19 stig, svalast í þokulofti.
Á fimmtudag:
Sunnan og suðaustan 5-13 og þykknar upp vestanlands, rigning með köflum þar síðdegis. Þurrt og lengst af bjart um landið austanvert. Hiti breytist lítið.
Á föstudag:
Snýst í suðaustan og austan 5-13 með rigningu eða súld, en úrkomulítið norðanlands fram á kvöld. Hiti 8 til 18 stig, mildast norðaustantil.
Á laugardag og sunnudag:
Norðaustan- og austanátt og rigning með köflum. Heldur kólnandi. Spá gerð: 19.05.2025 08:51. Gildir til: 26.05.2025 12:00.