2.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 27. janúar 2023
Auglýsing

35 ára fékk 35 milljónir!

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

Sér fram á að geta keypt sér íbúð

Seinni vinningshafinn í fimmfalda lottópottinum frá 6. júní sl. hefur nú komið til Getspár með vinningsmiðann góða. Eigandi miðans, 35 ára gamall karlmaður, var með kveikt á sjónvarpinu þegar lottóúttdrátturinn fór fram síðasta laugardag. Heyrði hann þá að síðasti vinningur hefði farið á tvo staði og enn væri verið að leita að öðrum miðanum. Veitti hann því strax athygli að miðinn hafði verið keyptur hjá Kvikk í Suðurfelli en þar hafði hann einmitt keypt sinn miða.
Upphaflega ætlaði hann sér að kaupa miða í EuroJackpot en þar sem búið var að loka fyrir sölu ákvað hann að kippa með sér einum 10 raða lottómiða í staðinn. Reyndist sú ákvörðun heldur betur borga sig, þar sem miðinn skilaði honum rúmlega 35,4 milljónum. Maðurinn sem er nýlega fluttur í höfuðborgina sagði vinninginn koma sér virkilega vel og sjái hann nú fram á að geta keypt sér íbúð, eins að tilfinningin að eiga smá varasjóð í banka vera sérstaklega góða.
Starfsfólk Getspár/Getrauna óskar vinningshafanum innilega til hamingju og þakkar um leið veittan stuðning sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir öryrkja, íþrótta- og ungmennafélögin í landinu þar sem þau njóta góðs af sölu Lottós.