Hér er það helsta úr dagbók lögreglu frá klukkan 17:00 – 05:00 . Þegar þetta er ritað gista tveir í fangageymslu lögreglu. Alls eru 56 mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu. Listinn er ekki tæmandi.
Lögreglustöð 1 – Austurbær- Miðbær-Vesturbær-Seltjarnarnes:
Rétt eftir klukkan tvö í nótt var lögregla og slökkvilið send með forgangi vegna mikils elds í efnalaug. Slökkviliði gekk greiðlega að ráða niðurlögum eldsins en ljóst að um mikið eignatjón er að ræða. Málið í rannsókn.
Tilkynnt var um umferðarslys í miðbænum rétt eftir kvöldmat en þar hafði bifreið verið ekið inn í hliðina á strætisvagni. Einhver minniháttar slys á fólki.
Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður- Garðabær- Álftanes:
Ökumaður kærður fyrir akstur án gildra réttinda. Afgreitt á vettvangi.
Lögreglustöð 3 – Kópavogur- Breiðholt:
Tveir ökumenn handteknir grunaðir um akstur sviptir ökuréttindum og undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Annar þeirra einnig með hníf meðferðis og fær líka kæru fyrir vopnalagabrot.
Lögreglustöð 4 – Grafarvogur- Mosfellsbær- Árbær:
Almennt eftirlit og aðstoð við borgarana.