Var þessi 6 að stærð? Spyr fólk á Facebook, Fréttatíminn bíður eftir frekari upplýsingum. Verður uppfært!
Snarpur jarðskjálfti var við Fagradalsfjall á Reykjanesi nú í kvöld, fystu niðurstöður gera ráð fyrir að skjálftinn hafi verið á milli 4,5 og 5 af stærð. Unnið er að nánari staðsetningu og stærðarútreikngum. Skálftinn fannst mjög víða á suðvesturhorninu.
Jarðskjálftahrina við mynni Eyjafjarðar – Sjá nánari upplýsingar hér
Kl. 17:21 í dag varð skjálfti af stærð 3,9 um 10 km NNV af Gjögurtá. Kl. 03:07 varð skjálfti af stærð 4,3 á sama stað. Báðir skjálftarnir fundust víða á Norðurlandi.
Enn mælist mikið af minni skjálftum á svæðinu og áfram eru líkur á því að fleiri stærri skjálftar muni verða.
Reykjanes
18. júli Kl. 05:56 mældist skjálfti 4,1 að stærð, 4,1 km N af Grindavík. Skjálftavirkni hefur verið viðvarandi á svæðinu í kringum Grindavík undanfarna mánuði í tengslum við landris.