Bifreið var stöðvuð eftir hraðamælingu 182/80 km/klst. á Reykjanesbraut, nærri Vallarhverfinu í Hafnarfirði. Aðspurður viðurkenndi ökumaðurinn hraðann og taldi sig hafa ekið á nærri 200 km/klst.
Maðurinn sagðist hafa verið of seinn í vinnu og því ekið á þessum hraða. Maðurinn var færður á lögreglustöð þar sem hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða og var síðan laus.
Umræða