Alvarlegt vinnuslys varð á iðnaðarsvæði við Hringhellu í Hafnarfirði á miðvikudag í síðustu viku.
Maður sem var að vinna við lagfæringu á hurð á vinnugámi féll við og fékk hurðina ofan á sig með þeim afleiðingum að hann hlaut höfuðkúpubrot og blæðingu inn á heila að sögn rúv.is.
Maðurinn var illa áttaður þegar lögregla mætti á staðinn og var hann fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar þar sem hann sætir rannsóknum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki nánari upplýsingar um líðan mannsins.
Umræða