Hér má sjá norska froskkafara draga fyrsta eldislaxinn sem þeir náðu úr Haukadalsá rétt í þessu
Fleiri eru komnir á land. Þetta er fjórum kílómetrum ofar í ánni en þeir eldislaxar sem veiddust í síðustu viku að sögn Icelandic Wildlife Fund sem póstaði frétt um umhverfisslysið á síðu sinni.
,,Það var kominn litur á fiskinn þannig að ljóst er að hann er ekki nýgenginn, líklega hefur hann verið í ánni í að minnsta kosti tvær til þrjár vikur.
Nýgenginn lax er spegilsilfraður en dökknar eftir veru í ánni. Þetta eru afar vond fyrirheit.“
,,Laxeldisfyrirtækjum er drullu sama og vilja ekki axla ábyrgð“
Umræða